Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 

Stofnfundur

18.september 2008 var haldinn fyrsti aðalfundur hins nýstofnaða Félags Fulbright styrkþega á Íslandi, en félagið var stofnað þann 23.mars síðastliðinn. Félagið er opið öllum þeim sem hafa hlotið Fulbright styrk frá Fulbright stofnuninni á Íslandi, bæði Íslendingum og Bandaríkjamönnum. Fulbright stofnunin hefur verið starfrækt síðan 1957 og á þeim tíma hafa um 1300 styrkþegar af báðum þjóðernum hlotið styrk.

Tilgangur félagsins er m.a. a:

  • að styrkja og efla samskipti bandarískra og íslenskra styrkþega.
  • að leiða saman núverandi og fyrrverandi styrkþega með hugmyndafræði J. William Fulbright, stofnanda samtakanna að leiðarljósi þ.e. að stuðla að betra mannlífi og friði með menntun, aukinni þekkingu og samfélagsvitund.
  • að efla menningar- og vináttutengsl Íslands og Bandaríkjanna.
  • að efla starfsemi Fulbright stofnunarinnar.

Stofnunin hefur á síðasta ári reynt að hafa upp á styrkþegum í hið nýja félag og nú þegar eru um 220 félagar skráðir.


Allir styrkþegar eru skráðir í félagið. Ef þú færð ekki reglulega tölvupóst frá okkur, sendu tölvupóst á fulbright@fulbright.is til að uppfæra skráninguna.