Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 

FFSÍ stendur fyrir árlegri þakkargjörðarhátíð þar sem saman koma fyrrverandi styrkþegar, Bandaríkjamenn og aðrir sem áhuga hafa á samskiptum Íslands og Bandaríkjanna. Kvöldverðurinn er jafnframt fjáröflun fyrir styrktarsjóð félagsins, en tilgangur hans er að styrkja fleiri Íslendinga til náms í Bandaríkjunum.

Félagið stendur fyrir reglulegum opnum fundum undir merkjum Alumni Talk Series, þar sem fyrrverandi styrkþegar miðla af þekkingu sinni með áhugaverðum erindum um allt milli himins og jarðar.

FFSÍ tekur einu sinni á ári að sér að skipuleggja viðburð fyrir bandaríska Fulbright styrkþega á Íslandi.

Félagið tekur fagnandi hugmyndum frá félagsmönnum um það hvernig efla megi starfið.

Tengt efni