Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 

Visiting Scholar Program
 
Fulbright stofnunin veitir íslenskum fræðimönnum rannsóknarstyrki að upphæð 10.000 USD til að stunda rannsóknir í Bandaríkjunum. Skilyrði er að viðkomandi hafið lokið doktorsnámi eða sambærilegu. Miðað er við að rannsóknardvöl í Bandaríkjunum sé á bilinu þrír mánuðir til eitt ár.

Styrkurinn er laus til umsóknar á haustin.

Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2019-2020 er til 14. október 2018.

Með umsókn skal fylgja staðfesting á aðstöðu til rannsóknarstarfa við stofnun í Bandaríkjunum og þrjú meðmælabréf. Ekki er nauðsynlegt að "Proficiency in English" skjal fylgi með umsókn.

Sótt er um með rafrænni umsókn en tengill á hana er hér á síðunni t.h. Frekari leiðbeiningar eru hér fyrir neðan.

Leiðbeiningar með umsókn um rannsóknarstyrk.

 

Fulbright Scholar in Residence Program
 
Fulbright stofnunin vill vekja athygli á möguleikum íslenskra fræðimanna til dvalar við kennslu í minni bandarískum háskólum sem uppfylla ákveðin skilyrði, t.d. sk. community colleges, háskólar sem sérstaklega höfða til minnihlutahópa, og aðrir "liberal arts" minni háskólar.

Íslendingar sækja ekki um styrk til slíkrar dvalar, heldur er það viðeigandi háskólastofnun í Bandaríkjunum sem þarf að sækja um að fá íslenskan fræðimann á ákveðnu sviði. Þeim sem kynnu að hafa áhuga á þessu er bent á að frekari upplýsingar má finna á vefsíðu CIES, en tengil má finna hér til hægri á síðunni. Áhugasamir þurfa að setja sig í samband við háskólastofnun sem fellur undir þessa áætlun og frá fulltrúa hennar til að sækja um styrkinn.

Frekari upplýsingar má finna hér til hægri á síðunni.