Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 

Visiting Scholar Program
 
Fulbright stofnunin veitir íslenskum fræðimönnum rannsóknarstyrki að upphæð 10.000 USD til að stunda rannsóknir í Bandaríkjunum. Skilyrði er að viðkomandi hafið lokið doktorsnámi eða sambærilegu. Miðað er við að rannsóknardvöl í Bandaríkjunum sé á bilinu þrír mánuðir til eitt ár.

Styrkurinn er laus til umsóknar á haustin.

Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2018-2019 er til 15. október 2017.

Með umsókn skal fylgja staðfesting á aðstöðu til rannsóknarstarfa við stofnun í Bandaríkjunum og þrjú meðmælabréf. Ekki er nauðsynlegt að "Proficiency in English" skjal fylgi með umsókn.

Sótt er um með rafrænni umsókn en tengill á hana er hér á síðunni t.h. Frekari leiðbeiningar eru hér fyrir neðan.

Leiðbeiningar með umsókn um rannsóknarstyrk.

NB! Fulbright program partner organization in the U.S., the Institute of International Education, has just transformed the Fulbright online application.  

According to IIE, applicants will automatically receive notification about the transition to the new system and instructions for the new platform. The login information (email and password) will remain the same and all in-progress applicant data (including attachments and recommendation letters) are migrated automatically to the new platform. Please note that the instructions below were prepared for the previous application platform, so there may be some discrepencies in the formulation of the questions. Please let us know if you have any difficulties filling out the application. 

 

Fulbright Scholar in Residence Program
 
Fulbright stofnunin vill vekja athygli á möguleikum íslenskra fræðimanna til dvalar við kennslu í minni bandarískum háskólum sem uppfylla ákveðin skilyrði, t.d. sk. community colleges, háskólar sem sérstaklega höfða til minnihlutahópa, og aðrir "liberal arts" minni háskólar.

Íslendingar sækja ekki um styrk til slíkrar dvalar, heldur er það viðeigandi háskólastofnun í Bandaríkjunum sem þarf að sækja um að fá íslenskan fræðimann á ákveðnu sviði. Þeim sem kynnu að hafa áhuga á þessu er bent á að frekari upplýsingar má finna á vefsíðu CIES, en tengil má finna hér til hægri á síðunni. Áhugasamir þurfa að setja sig í samband við háskólastofnun sem fellur undir þessa áætlun og frá fulltrúa hennar til að sækja um styrkinn.

Frekari upplýsingar má finna hér til hægri á síðunni.