Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 

Fulbright stofnunin veitir styrki til bandarískra sérfræðinga sem koma til Íslands til kennslu og rannsóknastarfa. Íslenskar stofnanir sem fá fræðimenn frá Fulbright þurfa að fylla út stutta skýrslu að dvöl fræðimanns lokinni. Almennar upplýsingar um styrki til fræðimanna má finna hér til vinstri á síðunni.

Core Fulbright Scholar Program - Request for Scholar
Íslenskar háskóladeildir geta sótt um að fá til sín Fulbright gestakennara til kennslu í eina önn (3-5 mánuðir). Sjá nánar undir viðeigandi flipa til vinstri.

Specialist Cyber-Security grants
Íslenskir háskólar og stofnanir geta nú sótt um Fulbright-NSF styrki á sviði netöryggismála. Styrkirnir ná til málaflokksins á breiðum fræðilegum grunni, t.d. tölvufræði, verkfræði, lögfræði, alþjóðleg samskipti og fleira. Bæði háskólar og opinberar stofnanir geta sótt um. Núna fyrsta árið er um að ræða styrki til að fá hingað til lands Fulbright sérfræðinga (Fulbright Specialists) í 2-6 vikur. Ekki þarf að hafa sérstakan sérfræðing í huga heldur getur Fulbright stofnunin gert tillögu að sérfræðingi með tilliti til verkefnislýsingar. Þetta er spennandi tækifæri til að efla samstarf við bandaríska, háskóla, stofnanir og sérfræðinga á sviði netöryggismála. Allur kostnaður vegna komu sérfræðingsins er greiddur af Fulbright stofnuninni. Styrkjafjöldinn er takmarkaður þannig að þeir sem vilja tryggja sér sérfræðing ættu að sækja um sem fyrst. Hafa má samband við Fulbright stofnunina ef spurningar vakna. Sjá nánar undir viðeigandi flipa til vinstri.

 

Fulbright Specialist Program

Íslenskir háskólar og stofnanir geta sótt um að fá til sín bandarískan sérfræðing til styttri dvalar (2-6 vikur). Fulbright Specialist styrkurinn er veittur bandarískum fræðimönnum til stuttrar dvalar, á Íslandi við skilgreind verkefni. Háskólar, stofnanir og fleiri sem vilja fá bandarískan fræðimann til t.d. námskeiða- eða fyrirlestrahalds, þróunarvinnu o.fl. geta sótt um að fá Fulbright Specialist. Fulbright greiðir ferðir og launastyrk, en gert er ráð fyrir því að móttökustofnunin greiði húsnæði og uppihald innanlands. Sjá nánar undir viðeigandi flipa til vinstri. 

 

Intercountry Travel Grant Program
Íslenskar háskóladeildir geta sótt um að fá í stuttan tíma (að hámarki 5 daga) bandarískan fræðimann sem er Fulbright styrkþegi í öðru landi en á Íslandi.
Sjá nánar undir viðeigandi flipa til vinstri.

Tengt efni

// CIES