Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 
Intercountry Travel Grant Program

Íslenskar háskóladeildir geta sótt um að fá í stuttan tíma (að hámarki 5 daga) bandarískan fræðimann sem er Fulbright styrkþegi í öðru Evrópuríki. Fulbright stofnunin á Íslandi er þátttakandi í Inter-Country Travel Grant Program sem veitir:

  • Bandarískum Fulbright fræðimönnum staðsettum í löndum Evrópu tækifæri á að koma til Íslands til að kenna eða halda fyrirlestra.
  • Íslenskum háskólum tækifæri til að fá til sín bandarískan fræðimann staðsettan í Evrópu til námskeiða- og/eða fyrirlestrahalds.
Bandarískir styrkþegar á Íslandi geta einnig tekið þátt og farið til annarra Evrópulanda, en flestar evrópskar Fulbright stofnanir taka þátt í verkefninu.

Kostnaður
Íslenskar háskóladeildir geta sótt um að fá í 5 daga  bandarískan fræðimann sem er Fulbright styrkþegi í öðru Evrópuríki. Fræðimaðurinn fær þá ferðastyrk til að koma til Íslands og halda fyrirlestra eða stutt námskeið.
Fulbright greiðir fargjald frá gestgjafalandi styrkþegans til Íslands, og innanlandsflug þegar það á við. Greiðsla miðast við lægsta mögulega fargjald sem í boði er hverju sinni. Háskólastofnunin sem sækir um að fá viðkomandi hingað til lands greiðir annan kostnað s.s húsnæði, fæði og daglegar ferðir til og frá vinnu.
Umsóknarferlið
Umsóknareyðublaðið er hér og sendist útfyllt til Belindu Theriault, framkvæmdastjóra Fulbright stofnunarinnar á Íslandi, belinda@fulbright.is

Listi yfir fræðimenn í Evrópu
Lista yfir bandarískra Fulbright fræðimenn staðsetta í Evrópu skólaárið 2018-2019 má finna hér.

Tengt efni