Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 

Er skólinn viðurkenndur? 

Mikilvægt er að háskóli sem námsmaður hyggur á nám í sé viðurkenndur af opinberum aðilum. Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar t.d eingöngu til náms í viðurkenndum háskólum.  Hér til hægri er gagnagrunnur CHEA en þar er hægt að ganga úr skugga um að skólinn sé lögleg stofnun og  “professionally accredited” eða faglega viðurkenndur . Grunnurinn leggur ekki gæðamat á skóla en staðfestir hvort stofnunin sé lögleg og viðurkennd opinberlega. Við skólaleit ber að varast “sjóræningjasíður” en auðvelt er að detta inn á þær ef skólaleit fer fram með því að “googla” háskóla.  

Hafa ber í huga að ekki eru allar leitarvélar byggðar upp á sömu forsendum. Bestu leitarvélarnar reyna að hafa eins miklar upplýsingar aðgengilegar um eins marga skóla og mögulegt er. Á sama tíma reyna þær að takmarka háskólana við þá sem eru eingöngu viðurkenndir af opinberum stofnunum (regionally accredited).

Tengt efni

// CHEA