Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 

Fulbright stofnunin á Íslandi er eini aðilinn hér á landi sem veitir alhliða og óháða ráðgjöf um háskólanám í Bandaríkjunum.

Við erum samstarfsaðili Education USA sem er undirstofnun bandaríska utanríkisráðuneytisins og veitum ráðgjöf samkvæmt þeirra reglum. Þannig veitum við alhliða og hlutlausar upplýsingar um námsmöguleika í Bandaríkjunum, skv. nýjustu upplýsingum frá Education USA.

Á bókasafni stofnunarinnar er að finna uppflettirit um námsframboð í Bandaríkjunum, bæklinga frá háskólum, undirbúningsbækur vegna inntökuprófa (TOEFL, SAT, ACT, GRE og GMAT) auk annars efnis er tengist háskólanámi í Bandaríkjunum. Undirbúningsbækur vegna prófa eru lánaðar gegn 5000 kr. greiðslu sem fæst til baka þegar bók er skilað. ATH eingöngu er tekið við reiðuféi.

Ráðgjöfin er öllum opin þriðjudaga 10-12 og 13-16 og fimmtudaga 13-16.  Á öðrum tímum er hægt að senda ráðgjafa tölvupóst á adviser@fulbright.is