Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 

Sumarnámsstefnur fyrir efnilegt ungt fólk  

Á sumrin  stendur mennta- og menningarmálaskrifstofa bandaríska utanríkisráðuneytisins fyrir sumarnámstefnu fyrir efnilegt ungt námsfólk á grunnháskólastigi. Námsstefnan er fimm vikur og fer yfirleitt fram í júní-júlí. Allur kostnaður er greiddur fyrir þátttakendur (ferðir, uppihald, bækur, tryggingar ofl.). Námsstefnan er  gagnvirk og reynslumiðuð og  er leitast við að  samþætta hefðbundna kennslu við pallborðsumræður, vettvangsheimsóknir og sjálfboðavinnu.

Sumarnámsstefnan 2018 verður á sviði félagslegrar frumkvöðlastarfsemi (e. social entrepreneurship) og fer fram væntanlega fram í University of Tennessee - Chattanooga. Skipulögð er krefjandi dagskrá fyrir þátttakendur þar sem áhersla er lögð á hlutverk félagslegrar frumkvöðlastarfsemi í bandarísku samfélagi, ásamt kynningu á bandarískri menningu og þjóðlífi. Námsstefnan byggir á virkri þátttöku, vettvangsferðum, verkefnum og umræðum. Jafnframt taka nemendur þátt í fjölbreyttri skemmtidagskrá. Gert er ráð fyrir að þátttakendur nýti reynslu sína af námsstefnunni til hagnýtra verkefna á sviði samfélagsþjónustu þegar heim er komið.  

Fulbright-stofnunin á Íslandi tilnefnir einn fulltrúa á námsstefnuna. Þeir sem hafa tekist á við krefjandi aðstæður á árangursríkan hátt njóta forgangs. Umsækjendur skulu sýna fram á leiðtogahæfni og áhuga á viðfangsefni námsstefnunnar.

Umsóknarfrestur fyrir sumarnámsstefnuna 2018 er liðinn. 

 

 

Tengt efni