Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 

Cobb Partnership verðlaunin eru veitt á Íslandi u.þ.b. annað hvert ár og sér stjórn Fulbright stofnunarinnar um valið hverju sinni.

Til þessara verðlauna var stofnað 1991 af þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hr. Charles E. Cobb Jr. og konu hans Sue Cobb. Verðlaunin eru veitt þeim Bandaríkjamanni sem hefur unnið farsællega að samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og styrkt tengslin milli landanna tveggja, hvort sem er á sviði menningar, mennta eða atvinnulífs.

Verðlaunagripurinn er smækkuð afsteypa af höggmynd Péturs Bjarnasonar “Samstarf” eða “Partnership”, sem Charles E. Cobb Jr., fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi lét gera og stendur frumgerðin á landareign Cobb hjónanna í Coral Gables á Florida en önnur eins í fullri stærð er við Sæbraut í Reykjavík.  Hr. Charles Cobb er Fulbright stofnuninni að góðu kunnur þar sem stofnunin sér á hverju ári um styrk er hann veitir íslenskum nemanda sem hyggur á framhaldsnám við University of Miami.

Þeir sem hafa hlotið þessa viðurkenningu eru:

2016 - Timothy Spanos

2014 - Dr. Kristján T. Ragnarsson

2013 - Beth Fox

2011 - Bert Hanson

2008 - K-C Tran

2006 - Terry G. Lacy

2004 - William Holm

2000 - Rear Admiral Thomas F. Hall

1998 - Professor Jesse Byock

1996 - Philip Vogler

1995 - Thor Thors, Jr.

1994 - Bishop Alfred J. Jolson

1994 - Carol Hendrickson Pazandak

1993 - Peggy Oliver Helgason

1992 - Barbara Sigurbjörnsdóttir

1991 - Paul Zukofsky

1990 - Ragnar H. Ragnar

Tengt efni