Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 
 

60 ára afmæli Fulbright stofnunarinnar

 
 
 
 
 

Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri Fulbright stofnunarinnar ásamt mennta-og menningarmálaráðherra og staðgengli sendiherra Bandaríkjanna.

60 ár eru nú liðin frá því Fulbright stofnunin á Íslandi var sett á fót með undirritun Fulbright samningsins milli Íslands og Bandaríkjanna 23. febrúar 1957. Af því tilefni var haldinn afmælisfögnuður í Súlnasal Hótel Sögu í gær þar sem saman komu um 140 manns, þar á meðal  núverandi og fyrrverandi Fulbright styrkþegar, bæði íslenskir og bandarískir, stjórnarmenn stofnunarinnar, fulltrúar frá menntamálaráðuneytinu, bandaríska sendiráðinu, háskólasamfélaginu og aðrir velunnarar stofnunarinnar.

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra,  Jill Esposito, staðgengill sendiherra Bandaríkjanna og Albert Vernon Smith, formaður stjórnar Fulbright stofnunarinnar fluttu ávörp. Hinrik Bjarnason  rifjaði upp dvöl sína sem Fulbright styrkþegi í Bandaríkjunum árið 1959, dr. Heiða María Sigurðardóttir ræddi  doktorsnám sitt og rannsóknarstarf, fjórir núverandi bandarískir styrkþegar fjölluðu um þýðingu þess að vera Fulbright styrkþegi á Íslandi og nokkrir Íslendingar sem hlotið hafa styrk á undanförnum árum ræddu um upplifun sína af námi í Bandaríkjunum. Fimm íslenskir fiðluleikarar sem hlotið hafa Fulbright styrk frumfluttu íslensk-ameríska lagasyrpu í tilefni dagsins. Þá tilkynntu formaður og varaformaður Félags Fulbright styrkþega á Íslandi að félagið muni veita Fulbright stofnuninni fjárframlag til styrktar einum íslenskum námsmanni næsta haust. 

 


// Til baka