Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 
 

Bandarískir fræðimenn kynna rannsóknir sínar á föstudaginn

 
 
 
 
 

Tveir bandarískir fræðimenn og Fulbright styrkþegar munu kynna rannsóknir sínar í Fulbright stofnuninni föstudaginn 29. nóvember kl. 15.

Dr. Thomas M. Brewerer prófessor í listmenntun við University of Central Florida. Hann hefur starfað við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri frá því í ágúst og átt samstarf við ýmsa skóla og stofnanir hérlendis.

Dr. Kristin Van Gaasbeck er dósent í hagfræði við California State University. Peningahagfræði er hennar sérsvið. Hún hefur stundað rannsóknir og kennt við hagfæðideild Háskóla Íslands þessa haustönn.

Þau Thomas og Kristin ljúka styrktímabili sínu í desember og snúa aftur til sinna heimahaga í Bandaríkjunum fyrir jól. Þessi viðburður er vettvangur fyrir þau að kynna rannsóknarverkefni sín og deila með öðrum upplifun sinni af Íslandi.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

 


// Til baka