Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 
 

Bandarískir Fulbright styrkþegar kynna verkefni sín

 
 
 
 
 

Tveir bandarískir Fulbright fræðimenn sem dvalið hafa á Íslandi undanfarna mánuði við kennslu og rannsóknir munu kynna verkefni sín og ræða Íslandsdvöl sína á fundi föstudaginn 29. nóvember. Fundurinn hefst kl. 15:00 hjá Fulbright stofnuninni, Laugavegi 59, 3. hæð. 

Dr. Thomas M. Brewer er prófessor í listmenntun við University of Central Florida. Hann hefur  starfað við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri frá því í ágúst og átt samstarf við ýmsa skóla og stofnanir hérlendis.

Dr. Kristin Van Gaasbeck er dósent í hagfræði við California State University. Peningahagfræði er hennar sérsvið. Hún hefur stundað rannsóknir og kennt við hagfæðideild Háskóla Íslands þessa haustönn og haldið fyrirlestra, m.a. í Seðlabankanum.

Allir velkomnir.

 


// Til baka