Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 
 

Framkvæmdastjóri Fulbright heldur erindi á ráðstefnu í Háskóla Íslands 6. febrúar

 
 
 
 
 

Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright stofnunarinnar á Íslandi heldur erindi á ráðstefnunni Fræði og fjölmenning 2016: uppbygging og þróun íslensks fjölmenningarsamfélags sem fer fram í Háskóla Íslands laugardaginn 6. febrúar frá kl. 10-14.30. Ráðstefnunni er ætlað að miðla og byggja upp frekari þekkingu á sviði fjölmenningar og verður m.a. fjallað um það hvernig íslenskt fræða- og fagsamfélag getur unnið nánar saman að aukinni þekkingu á málaflokknum og hvernig Háskóli Íslands getur lagt sitt af mörkum til almennrar samfélagsumræðu. Erindið ber titilinn Fulbright og fjölmenning og fjallar um það hvernig Fulbright getur unnið með háskólasamfélaginu og stjórnsýslunni, bæði hvað varðar fræðilegt innlegg en jafnframt að praktískum verkefnum sem Ísland stendur frammi fyrir.

Erindið er hluti af málstofunni Skiptir uppruni máli? Borgaravitund í íslensku samfélagi sem hefst kl. 12:10 í stofu 222 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. 


// Til baka