Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 
 

Fulbright Arctic Initiative - við leitum að íslenskum fræðimanni til þátttöku

 
 
 
 
 

Við minnum íslenska fræðimenn á Fulbright Arctic Initiative, en umsóknarfrestur er 16. október nk. Þetta er einstakt tækifæri fyrir fræðimenn til að stunda þverfaglegt rannsóknarstarf með kollegum frá öllum ríkjum Norðurskautsráðsins. Verkefnið stendur í 18 mánuði og styrkurinn er 40.000 USD. Fræðimenn á öllum fræðasviðum geta sótt um, svo framarlega sem umsóknin tengist Norðurskautinu á öðru af tveimur meginsviðum verkefnisins, en nánar má lesa um þau hér fyrir neðan. Hver þátttakandi vinnur að eigin rannsókn og fer til stuttrar rannsóknardvalar í Bandaríkjunum, en vinnur jafnframt að sameiginlegu, þverfaglegu hópverkefni, sækir spennandi og fræðandi fundi á Norðurskautssvæðinu og lokafund í Washington, D.C. þar sem niðurstöður verða kynntar.

Upplýsingar um rannsóknarsvið FAI má finna hér fyrir neðan, en allar nánari upplýsingar og tengill á umsókn má finna á http://www.cies.org/program/fulbright-arctic-initiative.

  • Resilient Communities: The Arctic is facing profound social, economic, and environmental change and communities are increasingly confronted with critical policy challenges related to issues of health and wellness, energy resource management, environmental protection, sustainability of the Arctic Ocean, infrastructure, indigenous rights, education, and regional governance.  Further research is needed on ways to build social resilience in communities to adapt to changes across the Arctic.  This research should focus on and ideally involve Arctic communities themselves and consider the application of indigenous knowledge to help inform policy at local to regional scales, as well as multi-disciplinary research to bring differing or complementary viewpoints.
  • Sustainable Economies: The rapid changes in the Arctic Ocean system resulting from sea ice decline, changes in water conditions, and increasing shipping and energy production have significance for Arctic nations, global markets, and coastal communities. The economic impacts of environmental changes and globalization in the Arctic, together with the region’s expanding connections to the global economy, require research to address how commercial opportunities can be supported and balanced with the need for sustained subsistence livelihoods in Arctic communities.

 


// Til baka