Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 
 

Fulbright gerir samstarfssamninga um styrki við tvo bandaríska háskóla

 
 
 
 
 

Fulbright stofnunin á Íslandi hefur nýverið gert samstarfssamninga við tvo bandaríska háskóla um námsstyrki til Íslendinga.

- University of Maine School of Law býður  einum íslenskum námsmanni á ári upp á styrk til LL.M. náms þar sem styrkþeginn fær 10.000 USD afslátt á skólagjöldum. Þar gefst nemendum tækifæri til að fræðast um  bandaríska lagakerfið og nema alþjóðalög. Boðið er upp á fjölbreytt nám, þar á meðal sérstaka námsbraut í upplýsingavernd, á hinu ört vaxandi sviði upplýsingaverndar og netöryggis.  

- Colorado State University veitir einn styrk á ári til framhaldsnáms. Styrkurinn felur í sér niðurfellingu skólagjalda um þriðjung, auk þess sem styrkþeginn á möguleika á að hljóta stöðu aðstoðarmanns við skólann og vinna sér þannig inn fyrir því sem eftir stendur af skólagjöldum og/eða uppihaldi. Skólinn býður upp á fjölbreytta námsmöguleika og nær styrkurinn til allra námsgreina sem eru styrkhæfar til Fulbright styrks,  m.a. verkfræði, umhverfisfræði, viðskiptafræði, landbúnaðarfræði og lýðheilsu- og næringarfræði, auk ýmissa greina á sviði lista, hug- og félagsvísinda.  

 

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um styrkina á heimasíðu Fulbright stofnunarinnar: http://www.fulbright.is/namsmenn_til_bandarikjanna

 


// Til baka