Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 
 

Fulbright og bandaríska sendiráðið bjóða til hádegistónleika í Hörpu 15. september

 
 
 
 
 

Rose Lachman og Nathan Hall

„24 Prelúdíur“ er nýtt verk eftir Nathan Hall í samvinnu við píanóleikarann Rose Lachman. Verkið samanstendur af 24 stuttum þáttum, 12 fyrir mánuði ársins frá miðaldabókum um klukkustundir og bænir og 12 þætti úr stjörnumerkjunum. Verkið byrjar á verki þess mánaðar sem það er flutt, og rekur árið frá þeim tíma.

Duo Harpverk (Katie Buckley and Frank Aarnink) munu einnig flytja verkið Jökulsárlón eftir Nathan Hall.

Nathan var Fulbright styrkþegi á Íslandi veturinn 2010-11. Tónlist hans er innblásin af landslagi, sögu og sjónlist. Hann er með doktorspróf í tónsmíðum frá Colorado Háskólanum í Boulder, er fæddur og uppalinn í New York, en býr í Denver, Colorado.

Rose Lachman er frá Californiu, en er nú búsett í Boulder, Colorado. Hún heldur reglulega tónleika og kennir á píanó. Hún lauk nýverið doktorsprófi í píanóleik frá Colorado háskóla í Bolder, þar sem hún var nemandi Davids Korevaar. Rose sérhæfir sig í nýrri tónlist núlifandi tónskálda.

Tónleikarnir fara fram í Kaldalóni í Hörpu og hefjast kl. 12:30.


// Til baka