Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 
 

Fulbright sérfræðingur í málefnum flóttafólks veitir ráðgjöf á Íslandi

 
 
 
 
 

Fulbright sérfræðingur í málefnum flóttafólks, dr. Nicole Dubus, mun dvelja á Íslandi næstu þrjár vikurnar í boði Fulbright stofnunarinnar og velferðarráðuneytisins.

Bandaríkin taka við fleiri kvótaflóttamönnum er nokkurt annað ríki og hafa yfirburðarþekkingu á þessu sviði. Dr. Dubus er félagsráðgjafi með áratugareynslu af starfi með flóttafólki sem komið hefur til Bandaríkjanna frá mörgum ólíkum ríkjum. Hennar reynsla og þekking munu nýtast sérstaklega vel núna í aðdraganda þess að Ísland býður hópi flóttamanna til landsins í desember.

Dr. Dubus mun veita Íslendingum ráðgjöf, þjálfun og aðstoð í tengslum við undirbúning móttöku flóttamanna hér á landi. Hún mun starfa með öllum aðilum sem að móttöku flóttamanna og hælisleitenda koma, m.a. ráðuneyti og flóttamannanefnd, sveitarfélögum, félagsráðgjöfum, Rauða krossinum, háskólasamfélaginu og fleiri aðilum.

Velferðarráðuneytið, Fulbright stofnunin, MARK (Miðstöð mannbreytileika- og kynjarannsókna) og RBF (Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd) munu efna til opins fundar með dr. Dubus föstudaginn 27. nóvember í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins kl. 12.00-13.15 og eru allir sem láta sig málefni flóttafólks varða velkomnir. 


// Til baka