Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 
 

Fulbright stofnunin heldur vinnusmiðju fyrir íslenska háskóla

 
 
 
 
 

Fulbright stofnunin mun 19. apríl nk. standa fyrir vinnusmiðju þar sem fjallað verður um hvernig eigi að laða bandaríska námsmenn að íslenskum háskólum (Capacity Building Workshop on Attracting US Students to Iceland).

Vinnusmiðjan er liður í umræðu um það hvernig Ísland geti styrkt sig í alþjóðlegri samkeppni háskóla og jafnframt er markmiðið að stuðla að umræðu um hugsanlega gjaldtöku af námsmönnum utan EES svæðisins. Þrír bandarískir sérfræðingar munu taka þátt í vinnusmiðjunni, og munu m.a. ræða árangursríkar aðferðir við að laða til sín námsmenn frá Bandaríkjunum, markaðssetningu íslenskra háskóla í Bandaríkjunum,  viðhorf bandarískra námsmanna til náms erlendis og hvernig mæti eigi þörfum bandarískra námsmanna. Vinnusmiðjan mun einblína annars vegar á þá sem koma til styttri dvalar t.d. vegna samninga á milli skóla og svo námsmenn sem sækja í framhaldsnám (masters eða doktorsnám).

Vinnusmiðjan er haldin í samstarfi við bandaríska utanríkisráðuneytið (US Study Abroad Branch) og bandaríska sendiráðið á Íslandi.

Nánari upplýsingar má finna hér:

Dagskrá vinnusmiðjunnar

Þátttakendalisti

Sérfræðingar

 


// Til baka