Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 

Íslenskir Fulbright styrkþegar 2015-2016 ásamt framkvæmdastjóra Fulbright stofnunarinnar á Íslandi og menntamálaráðherra

Fulbright stofnunin á Íslandi veitir á ári hverju styrki til íslenskra og bandarískra náms- og fræðimanna.  Móttaka íslenskum styrkþegum til heiðurs var haldin þann 8. júní sl. í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Íslendingar sem hljóta styrk frá Fulbright í ár:

Dr. Bjarni Már Magnússon, til Norðurskautsrannsókna á vegum Fulbright Arctic Initiative

Magnús Örn Sigurðsson, til doktorsnáms í menningarlegri mannfræði við Rice háskóla

Ásbjörg Einarsdóttir, til mastersnáms í verkfræði við Stanford háskóla

Elín Ósk Helgadóttir, til mastersnáms í alþjóðalögum, en hún hlýtur jafnframt  Cobb Family Fellowship styrk til náms við Miami háskóla.

Eyþór Kamban Þrastarson, til mastersnáms í sálfræði við Louisiana Tech háskóla

Gunnlaugur Björnsson, til mastersnáms í tónlist við Yale háskóla

Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir, til mastersnáms í tónlist við Mills háskóla

Þorleifur Örn Gunnarsson, til mastersnáms í kennslufræðum við Columbia háskóla

Anna Gyða Sigurgísladóttir, til þátttöku í sumarnámsstefnu í félagslegri frumkvöðlastarfsemi við Indiana háskóla

 


// Til baka