Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 

Fulbright stofnunin á Íslandi veitir á ári hverju styrki til íslenskra og bandarískra náms- og fræðimanna.  Móttaka íslenskum styrkþegum til heiðurs verður haldin þann 20. maí  í bandaríska sendiráðinu.

Íslendingar sem hljóta styrk frá Fulbright í ár:

Dr. Guðrún Nordal, til rannsóknarstarfa á sviði miðaldabókmennta við Kaliforníu háskóla, Berkeley

Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir, til rannsóknarstarfa á sviði tónlistarkennslufræða við Columbia háskóla og Suður-Kaliforníu háskóla

Sólveig Ásta Sigurðardóttir, til doktorsnáms í bókmenntafræði við Rice háskóla

Anna Marsibil Clausen, til mastersnáms í fjölmiðlafræði við Kaliforníu háskóla, Berkeley

Helga Guðmundsdóttir, til mastersnáms í alþjóðalögum, en hún hlýtur jafnframt Frank Boas styrk til náms við Harvard háskóla

Hildur Oddsdóttir til mastersnáms í iðnaðarverkfræði, en hún hlýtur jafnframt  Cobb Family Fellowship styrk til náms við Miami háskóla

Viðja Karen Júlíusdóttir, til mastersnáms í heilbrigðisverkfræði við Suður-Kaliforníu háskóla

Víðir Þór Rúnarsson, til mastersnáms í stjórnunarverkfræði við Columbia háskóla

Vigdís Bergsdóttir, til þátttöku í sumarnámsstefnu á sviði umhverfismála við Oregon háskóla 

 


// Til baka