Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 

Fulbright stofnunin á Íslandi veitir á ári hverju styrki til íslenskra og bandarískra náms- og fræðimanna.  Móttaka íslenskum styrkþegum til heiðurs var haldin þann 17. maí í Ráðherrabústaðnum að viðstöddum Kristjáni Þór Júlíussyni, mennta- og menningarmálaráðherra, og Jill Esposito, staðgengli sendiherra Bandaríkjanna.

Íslendingar sem hljóta styrk frá Fulbright í ár:

Fannar Freyr Ívarsson, til mastersnáms í lögfræði við Kaliforníu háskóla, Berkeley

Gunnlaugur Geirsson, til mastersnáms í alþjóðalögum en hann hlýtur jafnframt  Cobb Family Fellowship styrk til náms við Miami háskóla

Júlía Arnardóttir, til mastersnáms í vélaverkfræði við Stanford háskóla.

Kristófer Másson, til mastersnáms í hugbúnaðarverkfræði við Drexel háskóla.

Ólafur Darri Björnsson, til masters- og doktorsnáms í alþjóðasamskiptum við Chicago háskóla

Jón Atli Tómasson, til þátttöku í sumarnámsstefnu á sviði borgaralegrar þátttöku við Suður-Karólínu háskóla

 

 


// Til baka