Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 
 

Kynning á Stanford styrkjum “Knight-Hennessy”

 
 
 
 
 

Stanford háskóli er að fara af stað með með nýja styrkjaáætlun sem er ætluð námsmönnum til framhaldsnáms við háskólann (meistara- og doktorsnám). Um er að ræða fullan námsstyrk;  þ.e. skólagjöld og uppihald eru greidd að fullu. Styrkurinn nær til allra námsgreina sem kenndar eru við Stanford, en auk hefðbundins náms munu Knight-Hennessy styrkþegar taka þátt í metnaðarfullri leiðtogaþjálfun og styrkþegahópurinn mun vinna náið saman þvert á námsgreinar.

Sérstök kynning á styrknum fer fram á vegum Fulbright stofnunarinnar, í Háskóla Íslands í stofu HT103 (á neðstu hæð Háskólatorgs) 22. ágúst nk. kl. 16:30 ætluð þeim sem hyggja á framhaldsnám haustið 2018 eða 2019. Í upphafi verður stutt kynning á námsmannastyrkjum Fulbright stofnunarinnar og í beinu framhaldi mun fulltrúi Knight-Hennessy tengjast fundinum frá Stanford og kynna Knight-Hennessy styrkjaáætlunina og umsóknarferlið. Hann svarar síðan spurningum fundarmanna.

Sækja þarf um Knight-Hennessy styrkinn sérstaklega, en jafnframt þarf að sækja um skólavist við viðeigandi deild í Stanford háskóla. Knight-Hennessy umsókn þarf að skila eigi síðar en 27. september 2017, en frestur til að sækja um skólavist er mismunandi eftir deildum. Áhugasamir eru hvattir til að byrja að huga að umsókn og gefa sér tíma til að taka saman margvísleg gögn sem verða að fylgja umsókninni. 

Upplýsingar um þátttökuskilyrð má finna hér, en nánari upplýsingar um styrkinn og þátttökuskilyrði má finna á: https://knight-hennessy.stanford.edu/.  Búast má við mikilli samkeppni um Knight-Hennessy styrkina, en áhugasamir íslenskir námsmenn sem uppfylla skilyrði og stefna á framhaldsnám við Stanford eru hvattir til að kynna sér styrkinn og sækja um. 

Fundurinn 22. ágúst er opinn á meðan húsrúm leyfir, en nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda tölvpóst á .(JavaScript must be enabled to view this email address). Síðasti dagur skráningar er 20. ágúst. Í subject línu skal setja „Knight-Hennessy“ og skrá eftirfarandi:

-          Nafn

-          Upplýsingar um grunnháskólanám: skóli, námsgrein og útskriftarár

 

 


// Til baka