Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 
 

Merkilegur áfangi í starfi Fulbright á Íslandi

 
 
 
 
 

Skjáskot af greininni

Grein eftir Belindu Theriault, framkvæmdastjóra Fulbright á Íslandi, um samninginn við NSF birtist í Morgunblaðinu í gær, 21. janúar. Texti greinarinnar birtist að neðan, en einnig fylgir skjáskot af henni á vinstri hönd.

 

Merkilegur áfangi í starfi Fulbright á Íslandi

 

Fulbright-stofnunin á Íslandi skrifar í dag, 21. janúar, undir samstarfssamning við National Science Foundation (NSF) í Bandaríkjunum. Þessi samningur markar upphaf samstarfs mili Fulbright og NSF. Það að þetta samstarf hefjist á Íslandi er mikil viðurkenning fyrir starf Fulbright-stofnunarinnar hér á landi.

Samstarfsaðili Fulbright-stofnunarinnar samkvæmt samningnum er Norðurskautsskrifstofa NSF. Stofnanirnar tvær munu setja í gang tilraunaverkefni til þriggja ára þar sem NSF veitir fjármagn til norðurskautsrannsókna á Íslandi. Bandarískir fræði- og námsmenn geta samkvæmt samningnum sótt um styrk til norðurskautstendra verkefna í fjölmörgum greinum félags- og náttúruvísinda. NSF leggur til 550 þúsund dollara á þriggja ára tímabili (yfir 72 milljónir ISK á núverandi gengi), en Fulbright-stofnunin hefur umsjón með styrkjaáætluninni og ber ábyrgð á framkvæmd hennar.

Þessi samningur er árangur mikillar vinnu á undanförnum tveimur árum, enda engin fordæmi fyrir slíku samstarfi. Áður en NSF og Fulbright-stofnunin gátu gengið frá samningi þurftu NSF og bandaríska utanríkisráðuneytið að gera samning sín á milli, en engin fordæmi voru fyrir því. Sem betur fer á Fulbright-stofnunin góða vini í bandaríska utanríkisráðuneytinu og innan NSF sem voru tilbúnir að vinna að lausn málsins.

Það sem rak okkur áfram var fullvissan um að samstarf NSF og Fulbright væri öllum í hag. NSF er öflug og sjálfstæð alríkisstofnun sem stuðlar að framgangi vísinda með fjármögnun rannsókna. Fulbright veitir fræða- og vísindafólki ákveðna stöðu sem byggist á framúrskarandi orðspori áætlunarinnar, ásamat því að veita vísindamönnum umgjörð og stuðning meðan á rannsóknarstarfi þeirra stendur. Með samvinnu styrkist staða beggja. Það er Fulbright-stofnuninni á Íslandi mikill heiður að ryðja brautina og standa að þessari nýjung ásamt Norðurslóðaskrifstofu NSF. Það er sérstaklega ánægjulegt að geta lagt af mörkum til norðurskautsrannsókna með þesum hætti og leggja þannig lóð á vogarskálar þeirrar stefnu Alþingis að efla Ísland sem miðstöð norðurskautsrannsókna.

Margir hafa lagt hönd á plóg við að ná þessum árangri. Stefnumótunarvinna stjórnar Fulbright-stofnunarinnar setti í gang hugmyndavinnu og leit að tækifærum. Bandaríska sendiráðið á Íslandi kom á sambandi á milli NSF og Fulbright-stofnnarinnar og íslenska sendiráðið í Sashington hefur veirð okkur góður bakhjarl í gegnum ferlið. Íslandsvinir hjá NSF og bandaríska utanríkisráðuneytinu studdu þessa hugmynd frá byrjun og lögðu sitt af mörkum til að leysa margvísleg stjórnsýsluleg úrlausnarefni á hagkvæman hátt. Nú þegar brautin hefur verið rudd er vonast til að þetta samstarfsverkefni geti orðið fyrirmynd að frekara samstarfi Fulbright og NSF í framtíðinni, jafnvel í öðrum löndum.

Það eru spennandi tímar framundan. Íslenskir háskólar, rannsóknarstofnanir og vísindamenn munu njóta góðs af þeim bandarísku vísindamöhnnum sem koma hingað til lands til samstarfs á sviði norðurskautsrannsókna. Bandarískir v ísindamenn munu fá áhugaverð tækifæri til alþjóðlegra rannsóknarverkefna. Samband Íslands og Bandaríkjanna styrkist, öllum til hagsbóta. Því ber að fagna.


// Til baka