Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 
 

Norðurslóðavika Fulbright fer fram í Washington DC 24. - 28. október

 
 
 
 
 

Norðurslóðavika Fulbright (Fulbright Arctic Week) fer fram í Washington DC dagana 24. - 28. október. Dagskráin er glæsileg og fer fram í nokkrum af helstu miðstöðvum fræðimennsku í höfuðborginni og verða niðurstöður rannsókna fræðimannanna sem tekið hafa þátt í Fulbright Arctic Initiative kynntar. Þriðjudaginn 25. október verður opið hús í Smithsonian náttúrusafninu þar sem fræðimenn munu ræða við gesti og gangandi. Miðvikudaginn 26. október verður opinn fundur í Carnegie Endowment for Peace þar sem rætt verður um áskoranir og tækifæri á Norðurslóðum. Fimmtudaginn 27. október verður heilsdags málþing í National Academy of Sciences og verður hægt að fylgjast með málþinginu á netinu, en allar upplýsingar um Fulbright Arctic Week má finna á http://www.cies.org/fulbright-arctic-week.

 


// Til baka