Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 
 

Samningur við NSF á sviði Norðurskautsrannsókna

 
 
 
 
 

Fulbright stofnunin mun undirrita samning við NSF á sviði Norðurskautsrannsókna

 

Þann 21. janúar nk. mun Fulbright stofnunin skrifa undir samstarfssamning við National Science Foundation (NSF) í Bandaríkjunum. Undirritunin fer fram í íslenska sendiráðinu í Washington, D.C.  

Samkvæmt samningnum mun NSF veita Fulbright stofnuninni allt að 550.000 USD á næstu þremur árum til að styrkja Norðurskautsrannsóknir bandarískra vísindamanna á Íslandi. Fulbright stofnunin er framkvæmdar- og umsjónaraðili styrkjaáætlunarinnar.

Samningurinn mun skapa ný tækifæri fyrir samstarf íslenskra og bandarískra fræðimanna og mun efla Norðurskautsrannsóknir á Íslandi.


// Til baka