Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 
 

Íslenskur fræðimaður tekur þátt í vísindaverkefni Fulbright um Norðurskautið

 
 
 
 
 

Bjarni Már Magnússon, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Bjarni Már Magnússon, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og doktor í hafrétti, hefur verið valinn til þátttöku í þverfaglega rannsóknarsamstarfinu Fulbright Arctic Initiative. Verkefninu er ætlað að vera flaggskip Norðurskautsrannsókna sem styrkt er af bandarískum stjórnvöldum. Bjarni Már var valinn af stjórn Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi og stjórn Fulbright í Bandaríkjunum sem skipuð er af forseta Bandaríkjanna.

Markmið áætlunarinnar Fulbright Arctic Initiative er að styrkja alþjóðlegt vísindasamstarf á sviði Norðurskautsmála. Um er að ræða 18 mánaða verkefni sem 16 vísindamenn frá öllum aðildarríkjum Norðurskautsráðsins munu taka þátt í. Rannsóknarverkefni verða unnin á sviðum orku, vatns, heilsu og innviða.

Bjarni fær úthlutað styrk frá Fulbright-stofnuninni og mun dvelja við lagadeild Duke-háskóla sem gestafræðimaður á vormisseri 2016. Fyrsti fundur vísindamannanna verður 17. - 21. maí í Iqaluit á Baffinslandi er tilheyrir Kanada.

Frekari upplýsingar um Fulbright Arctic Initiative:


// Til baka