Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 
 

Þakkargjörðarhátíð FFSÍ 19. nóv. til stuðnings námsmönnum

 
 
 
 
 

„Gefum tilbaka“ er heitið á árlegri þakkargjörðarhátíð FFSÍ sem er helsta fjáröflunarleið félagsins til styrktar íslenskum námsmönnum í Bandaríkjunum í gegnum Fulbright styrki.

Hátíðin verður haldin laugardaginn 19. nóvember n.k. í sal Kvenfélagasambands Íslands að Túngötu 14 í Reykjavík. Húsið verður opnað kl. 18. Boðið verður upp á fordrykk og að smakka Whiskey. Heiðursgestur og ræðumaður kvöldsins er sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Hr. Robert Cushman Barber. Brian Beckmann, upplýsinga- og menningarmálastjóri sendiráðsins verður veislustjóri.

Miðar eru seldir á midi.is og verðið er 6.400,-kr. Miðar verða settir í almenna sölu á næstu dögum og við hvetjum ykkur til að tryggja ykkur miða fyrir þann tíma, en uppselt varð á viðburðinn í fyrra. Innifalið er fordrykkur, einn happdrættismiði, frábær skemmtiatriði og góður félagsskapur.

Að venju verða happdrættismiðar til sölu en á meðal vinninga er flugferð með Icelandair til Bandaríkjanna, gjafabréf frá Hótel Rangá, SS, 66°N, Bláa Lóninu, Ölgerðinni og Rekstrarvörum, auk upplifunarvinninga í boði stjórnarmeðlima FFSÍ, sem verða að fá að koma á óvart.

Allur ágóði þakkargjörðarhátíðarinnar rennur til styrktar íslenskum námsmönnum til dvalar í Bandaríkjunum á vegum Fulbright stofunarinnar sem er samstarfsaðili FFSÍ í hátíðinni. Árið 2014 styrkti FFSÍ í fyrsta skipti námsmann til hálfs á við Fulbright stofnunina.  

 


// Til baka