Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 

Fulbright stofnunin á Íslandi, Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna, var stofnsett með samningi milli ríkisstjórna Íslands og Bandaríkjanna árið 1957. Samningurinn var undirritaður af þáverandi utanríkisráðherra, Guðmundi Í. Guðmundssyni og þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, John J. Muccio.  Stofnunin starfar með fjárveitingum beggja samningsaðila. Heiðursformenn stofnunarinnar eru menntamálaráðherra Íslands og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hverju sinni.  Fyrsti íslenski styrkþeginn var Jón G. Þórarinsson tónlistarkennari sem hélt til Bandaríkjanna 5.september 1957.

Alls eru styrkþegar stofnunarinnar frá byrjun orðnir um 1400 af báðum þjóðernum.  Starfsemin felst í því að efla samskipti Íslands og Bandaríkjanna á sviði mennta og rannsókna og er hlutverkið tvíþætt:

Annars vegar að veita íslenskum og bandarískum náms- og fræðimönnum styrki til náms, kennslu og rannsókna og hins vegar að starfrækja námsráðgjöf þar sem upplýsingar og ráðleggingar eru veittar um nám og námsmöguleika í Bandaríkjunum.

Í stjórn stofnunarinnar sitja fjórir Íslendingar og fjórir Bandaríkjamenn, sem eru skipaðir af menntamálaráðherra og sendiherra Bandaríkjanna. Jafnframt starfa með stjórninni tveir varamenn.

Tengt efni